Beint í efni

ELDHÆTTA Í LANDBÚNAÐI

Myndband um eldhættu í landbúnaði

Myndband um gróðurelda - VANTAR

Því miður verða stundum alvarlegir eldsvoðar í landbúnaði.

Rafmagnsbilanir, röng notkun eða uppsetning rafbúnaðar leiðir oft til eldhættu og eru ein algengasta orsök eldsvoða í landbúnaði. Allur rafbúnaður skal vera viðurkenndur og alltaf skal leita aðstoðar fagfólks við uppsetningu á rafmagni eða við breytingar á rafmagni í útihúsum.

Góð jarðtenging og bilunarstraumsrofi (lekaliði) geta skipt sköpum. Fáið ráðgjöf fagmanns um hvaða lekaliði hentar aðstæðum.

Nokkur dæmi eru um að eldur komi upp í dráttarvélum þegar þær standa inni við og eru ekki í gangi. Svokallaður höfuðrofi minnkar líkur á sjálfsíkveikju í vélknúnum tækjum. Sláið honum út þegar tækið er ekki í notkun.
Þannig er straumrás frá rafgeymi rofin. Gætið að því að hafa ekki eldsmat nærri vinnuvélum í geymslu.Með traustum eldvörnum má koma í veg fyrir tjón á lífi, heilsu og eignum. Reykskynjarar eru algjört forgangsatriði. Þeir bjarga mannslífum þegar mest á reynir. Ef ekki eru nægilega margir reykskynjarar heima hjá þér skaltu bæta úr því strax. Það þolir enga bið!

Aðgát við logavinnu

Við logavinnu eða vinnu sem veldur neistaflugi er nauðsynlegt að tryggja sem öruggast umhverfi. Fjarlægið brennanleg og eldfim efni, breiðið yfir þau eða bleytið. Viðeigandi slökkvibúnaður á alltaf að vera innan seilingar þegar unnin er logavinna. Fræðast má hér á síðunni um æskilegt verklag við logavinnu.