ELDVARNABANDALAGIÐ
Samstarf um auknar eldvarnir Eldvarnabandalagið var stofnað 2010 sem samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir. Tilgangur þess er að vernda líf, heilsu og eignir almennings og fyrirtækja með öflugu forvarnastarfi og aðgerðum sem miða að því að efla eldvarnir á heimilum og vinnustöðum landsmanna. Eldvarnabandalagið hefur útbúið ítarlegt, vandað og samræmt fræðsluefni um eldvarnir á heimilum og vinnustöðum og má nálgast það hér á vefnum. Aðild að Eldvarnabandalaginu eiga:Með traustum eldvörnum má koma í veg fyrir tjón á lífi, heilsu og eignum. Reykskynjarar eru algjört forgangsatriði. Þeir bjarga mannslífum þegar mest á reynir. Ef ekki eru nægilega margir reykskynjarar heima hjá þér skaltu bæta úr því strax. Það þolir enga bið!
Ársfundur er haldinn eigi síðar en í mars ár hvert. Á milli ársfunda fjallar stjórn, skipuð einum fulltrúa frá hverjum aðila, um verkefni Eldvarnabandalagsins. Formaður er Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands. Varaformaður er Pétur Pétursson, formaður Félags slökkviliðsstjóra.